Ferðuðust í 34 tíma vegna golfmóts á Akureyri

Ellefu kvenna hópurinn.
Ellefu kvenna hópurinn. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Ellefu ástralskar konur lögðu land undir fót og ferðuðust alla leið frá heimalandinu hinum megin á hnettinum til Akureyrar þar sem þær taka nú þátt á Arctic Open-golfmótinu á Jaðarsvelli, sem hófst þar í bæ í gær.

Á mótinu er leikið langt inn í Jónsmessunóttina og þótti áströlsku kylfingunum það spennandi að fá að prófa það.

„Okkur langaði gríðarlega mikið til að koma hingað og spila um miðja nótt,“ sagði ein þeirra í samtali við við Akureyri.net.

Það tók ástralska hópinn 34 klukkustundir að komast að heiman og alla leið til Akureyrar, þar sem þær ferðuðust í gegnum Kanada.

Annar kylfinganna sagði í samtali við miðilinn að fyrst og fremst kæmu þær til Akureyrar í því skyni að hafa gaman.

Áströlsku konurnar ellefu heita Gloria Port, Jennifer Kelly, Wendy MacTaggart, Robyn Jones, Samantha Kong, Kathleen McCreanor, Yvonne Gately, Sharlene Lloyd, Jill Blenkey, Charlotte McDonald og Anne Watkins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert