Guðmundur upp um 14 sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór upp listann.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór upp listann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann sig upp um 14 sæti á þriðja hring Irish Challenge-mótsins á Áskorendamótaröð Evrópu í dag og er nú í 35. sæti.

Guðmundur lék þá á 72 höggum, eða á pari. Hann er á samanlagt einu höggi undir pari eftir þrjá hringi en hann komst naumlega í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur hringjum.

Aðstæður virkuðu erfiðar í dag því margir kylfingar áttu sinn versta hring á mótinu en Guðmundur Ágúst hélt sínu striki.

Bjarki Pétursson lék einnig á mótinu en féll úr leik eftir tvo hringi og hafnaði í 111. sæti á fjórum höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert