Bandaríkin báru sigur úr býtum í Forsetabikarnum

Bandaríska liðið með bikarinn í kvöld.
Bandaríska liðið með bikarinn í kvöld. AFP/Warren Little

Bandaríska liðið hreppti Forsetabikarinn í golfi í kvöld og hefur nú unnið tólf af fjórtán slíkum frá upphafi.

Mótið var haldið á Quail Hollow golfklúbbnum í Charlotte í Norður-Karólína ríki. Fyrirliðar liðanna voru Davis Love fyrir Bandaríkin og Trevor Immelman fyrir Alþjóðaliðið.

Bandaríkin vann 17,5-12,5 í heildina. Það bar helst til tíðinda að Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim vann Justin Thomas í tvímenningi í dag og minnkaði þá muninn fyrir Alþjóðaliðið í 11-7. 

Það dugði þó ekki til. Bandaríkjamenn reyndust of sterkir, en þeir voru með ellefu af sextán bestu kylfingum heims innanborðs. Það var Xander Schauffele sem tryggði sínum mönnum sigurstigið með því að sigra Corey Conners. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert