„Heimslistinn er úrelt fyrirbæri“

Cameron Smith er á meðal fremstu kylfinga heims.
Cameron Smith er á meðal fremstu kylfinga heims. AFP/Amer Hilabi

Atvinnukylfingurinn Cameron Smith segir að heimslistinn í golfi sér orðinn úrelt fyrirbæri.

Smith, sem er 29 ára gamall Ástrali, fagnaði sigri á Opna meistaramótinu á síðasta ári en hann keppir í dag á LIV-mótaröðinni í Sádi-Arabíu.

Forráðamenn heimslistans í golfi hafa hingað til ekki horft til kylfinga sem keppa á LIV-mótaröðinni og því teljast þau stig, sem þeir vinna sér inn á mótaröðinni, ekki inn á heimslistann.

Þá mega kylfingar sem keppa á LIV-mótaröðinni ekki keppa á bandarísku PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, en Smith hefur fallið um tvö sæti á heimslistanum þrátt fyrir að hafa fagnað sigri á LIV-mótaröðinni í fyrra.

„Það var alltaf markmið hjá mér að komast í efsta sæti heimslistans,“ sagði Smith í samtali við BBC.

„Það þarf svo sem engan lista til þess að segja manni hverjir eru bestu golfarar heims í dag en eins og staðan er núna í það minnsta þá er heimslistinn úrelt fyrirbæri,“ bætti Smith við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert