Viggó sagði upp hjá HSÍ

Viggó Sigurðsson.
Viggó Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sagði upp samningi sínum sem landsliðsþjálfari við Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, fyrir áramót og hættir að óbreyttu sem landsliðsþjálfari hinn 1. apríl.

„Ég er óánægður með þann samning sem ég gerði við HSÍ og einnig það vinnuumhverfi sem ég hef unnið í og ákvað því að nýta mér gagnkvæman þriggja mánaða uppsagnarfrest. Að óbreyttu er ég því að hætta með liðið," sagði Viggó í samtali við Morgunblaðið. Viggó sagði starfi sínu lausu eftir æfingamót í Póllandi síðasta haust: „Við ákváðum að leyfa liðinu og mér að hafa frið yfir Evrópumótið, nóg hefur samt gengið á," sagði Viggó. Hann er einnig mjög ósáttur við gagnrýni á störf hans í fjölmiðlum og gagnrýni manna sem hafa sinnt þjálfun en ekki náð merkilegum árangri sjálfir sem þjálfarar.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Viggó í Morgunblaðinu í dag. Þar eru einnig viðtöl við Sigfús Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson um niðurstöður Evrópukeppninnar í Sviss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka