„Þetta er hrikalegt áfall“

Rut Arnfjörð Jónsdóttir.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir. mbl.is/Golli

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Team Tvis Holstebro og íslenska landsliðsins, leikur ekki handknattleik fyrr en næsta haust. Hún þarf að gangast undir aðgerð á vinstri öxl í upphafi nýs árs eftir að hafa meiðst alvarlega á æfingu með íslenska landsliðinu í lok nóvember. Hún leikur ekki handknattleik aftur fyrr en á næsta hausti þar sem jafnvel er talið hún verði allt að 10 mánuði að jafna sig að fullu.

„Það er eitthvað slitið og illa farið. Ég er eiginlega ekki búin að ná þessu öllu saman ennþá. Þetta er alveg hrikalegt áfall,“ sagði Rut í samtali við Morgunblaðið í gær en hún hafði þá ekki jafnað sig eftir að hafa fengið slæmu fréttirnar hjá lækni danska liðsins í fyrradag.

Ítarlegra viðtal við Rut má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert