Karen áfram hjá Nice

Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við franska liðið Nice. Þar með er ljóst að Karen er samningsbundin liðinu á frönsku rívíerunni fram á mitt næsta ár.

Karen hefur leikið með Nice, sem er í fjórða sæti A-deildar, frá sumrinu 2014. Þar áður var hún í eitt ár hjá SönderjyskE í Danmörku og í tvö keppnistímabil með Blomberg-Lippe í Þýskalandi.

Önnur íslensk landsliðskona, Arna Sif Pálsdóttir, leikur einnig með Nice.

Karen, sem er 25 ára gömul, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún væri ánægð með að hafa fast land undir fótum næsta árið. 

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert