Áfram eltir óheppnin Elvar Örn

Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn efnilegi frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson, hefur dregið sig út úr æfingahóp íslenska landsliðsins í handknattleik sem býr sig undir Evrópumótið í Króatíu. Sömu sögu er að segja um afrekshóp landsliðsins sem til stóð að Elvar Örn væri hluti af en hópurinn sá mætir japanska landsliðinu í æfingaleik í Laugardalshöll á annað kvöld.

Að sögn Geirs Sveinssonar, landsliðsþjálfara, kom bakslag í meiðsli þau sem Elvar Örn hlaut í síðari hluta október og kom m.a. í veg fyrir þátttöku hans í tveimur vináttuleikjum við Svía hér á landi undir lok október. Frá þeim tíma hefur Elvar Örn ekkert getað leikið með Selfoss-liðinu þar sem hann hefur um nokkurt skeið leikið stórt hlutverk.

Um er að ræða álagsbrot neðst í hryggnum hjá hryggtindinum, proceccus spinosus, eftir því sem næst verður komist. Geir sagði að auk leikmannanna 16 sem hann valdi fyrir EM æfðu Daníel Þór Ingason og Óðinn Þór Ríkharðsson áfram með liðinu. „Ég ætla ekki að kalla á mann í stað Elvars,“ sagði Geir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert