Reiknar síður með viðbót

Magnús Óli Magnússon á skot að marki Gróttu en Maximiliam …
Magnús Óli Magnússon á skot að marki Gróttu en Maximiliam Jonsson fylgist með. mbl.is/Eggert

„Við erum að skoða málin en það er alveg eins líklegt og ekki að við fáum ekki leikmann í staðinn fyrir Maximiliam,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, við Morgunblaðið.

Kári hefur mátt sjá á bak markahæsta leikmanni liðsins í Olís-deildinni, Svíanum Per Maximiliam Jonsson. Kappinn sá skrifaði undir samning við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Arendal, í fyrradag.

„Norðmennirnir buðu í hann,“ sagði Kári en Jonsson skoraði 75 mörk í 14 leikjum í Olísdeildinni. Jonsson kom til liðs við Gróttu í haust. Gróttuliðið hefur átt erfitt uppdráttar og situr í 10. sæti af 12 liðum með sjö stig.

„Hann hjálpaði okkur tvímælalaust þegar Daði, Nökkvi og Finnur voru ekki með í fyrstu leikjunum en var minna með í síðustu leikjunum fyrir áramót,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert