Ekki til peningar sagði HSÍ

Geir Sveinsson,
Geir Sveinsson, Ljósmynd/Uros Hocevar,Uros Hocevar

Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs Sveinssonar, fráfarandi þjálfara íslenska landsliðsins í handbolta og knattspyrnumaður hjá Val, er ekki sáttur við vinnubrögð HSÍ vegna ráðningu Guðmundar Guðmundssonar í dag.

Guðmundur var ráðinn í stað Geirs, en stjórn HSÍ náði ekki sambandi við Geir til að láta hann vita af ákvörðuninni. Arnar skrifar á Twitter í kvöld að Geir hafi beðið sambandið um að láta hann vita í síðasta lagi á sunnudag, því hann væri á leiðinni í frí. HSÍ reyndi hins vegar að ná í hann seint í gærkvöldi og það hafi ekki tekist. 

Arnar segir svo að það hefði mátt láta Geir vita mun fyrr, þar sem það hefði verið lönguákveðið að ráða Guðmund í hans stað. Arnar segir þjálfarateymið hafa lesið um áframtíð sína í fjölmiðlum.

Loks segir Arnar að Geir hafi fengið þá hugmynd um að semja við Mattias Andersson, markmannsþjálfara en því hafi verið hafnað sökum fjárskorts og ekki væri hægt að semja við erlendan markmannsþjálfara. Thomas Svensson var í dag ráðinn markmannsþjálfari landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert