HSÍ ekki enn náð sambandi við Geir

Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson. Ljósmynd/Uros Hocevar, EHF

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var spurður út í Geir Sveinsson, fráfarandi landsliðsþjálfara karla í handbolta, á fréttamannafundi í dag, en ráðning eftirmanns hans, Guðmundar Guðmundssonar, var tilkynnt á fundinum. Formaðurinn hefur ekki enn náð sambandi við Geir, til að tjá honum um ráðningu nafna síns.

„Við vorum ekki búnir að ræða við Guðmund þegar Geir kom á fund til okkar eftir EM í Króatíu. Í framhaldi af þeim fundi ræddum við um hvað við ætluðum að gera og við tókum þá ákvörðun að skoða fleiri möguleika í stöðuna. Ég vissi að Guðmundur var með samning til 1. mars en við settum okkur í samband við hann og við náðum saman.“

„Við höfum ekki náð í Geir, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en við sendum honum tilkynningu um að hans kröftum yrði ekki óskað eftir lengur. Ég hef hins vegar ekki náð að tala beint við hann,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert