KA heldur í vonina eftir nauman sigur

KA-menn unnu nauman sigur á HK í dag.
KA-menn unnu nauman sigur á HK í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA heldur enn í vonina um að komast beint upp í úrvalsdeild karla eftir að liðið vann nauman 23:22 sigur á HK í 1. deildinni, Grill 66-deildinni í handknattleik.

Akureyri hefur 30 stig í 1. sætinu en KA hefur 28 stig í 2. sætinu. Akureyri mætir HK, sem er í 3. sætinu með 23 stig, í lokaumferðinni. KA mætir Val U, sem er í 6. sæti.

Verði KA og Akureyri jöfn að stigum eftir lokaumferðina fer KA upp þar sem liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum gegn nágrönnum sínum.

Færeyski landsliðsmaðurinn Áki Egilsnes skoraði sex mörk fyrir KA og var markahæstur. Kristófer Dagur Sigurðsson skoraði sjö fyrir HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert