Pældi ekkert í þessu

Þjálfarateymið Gunnar Magnússon, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Tomas Svensson.
Þjálfarateymið Gunnar Magnússon, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Tomas Svensson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hafði ekkert velt því fyrir mér hvort landsliðsferlinum væri lokið eða ekki. Stressaði mig ekkert á að velta því fyrir mér,“ sagði Vignir Svavarsson sem valinn var á dögunum í íslenska landsliðið í handknattleik eftir nærri tveggja ára fjarveru.

„Ég talaði við Geir Sveinsson nokkru fyrir EM í Króatíu en ákvað þá að gefa ekki kost á mér af persónulegum ástæðum. Ég pældi ekkert meira í því,“ sagði Vignir þegar Morgunblaðið hitti hann eftir æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni í hádeginu í gær.

Vignir er leikreyndastur þeirra 18 leikmanna sem eru í íslenska landsliðshópnum sem fer til Noregs í dag til þátttöku á fjögurra liða móti sem fram fer í Björgvin á morgun, á laugardag og á sunnudag. Vignir á að baki 234 landsleiki og er aðeins annar tveggja leikmanna liðsins að þessu sinni sem klæðst hefur landsliðspeysunni oftar en 200 sinnum. Hinn er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson með 201 landsleik.

„Það er gaman að vera kominn í hópinn á ný. Liðið hefur tekið miklum breytingum síðan ég var með síðast en þjálfarinn er gamalkunnur,“ sagði Vignir með bros á vör. „Kunnuglegu andlitin eru færri en áður. Það er gaman að kynnast nýjum leikmönnum og greinilegt að mikið er til af efnilegum leikmönnum sem ég hlakka til að leika með,“ sagði Vignir sem verður 38 ára gamall á þessu ári. Hann er ekki aðeins leikreyndasti landsliðsmaðurinn að þessu sinni heldur einnig sá elsti og aðeins einn fjögurra leikmanna af 18 sem er fæddur á níunda áratug síðustu aldar. Hinir eru Björgvin Páll, Arnór Þór Gunnarsson og Rúnar Kárason.

Sjá allt viðtalið við Vigni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert