Þróttur vann fyrsta leik í einvíginu

Róbert Sighvatsson er þjálfari Þróttar.
Róbert Sighvatsson er þjálfari Þróttar. mbl.is/Árni Sæberg

Þróttur er kominn yfir í einvíginu við HK um að komast í umspil um sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik á næsta tímabili eftir sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld, 27:23.

Þróttur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10, og hélt haus eftir hlé sem skilaði sér í fjögurra marka sigri. Milan Zegarac var markahæstur hjá Þrótti með 8 mörk en hjá HK skoraði Svavar Kári Grétarsson 5 mörk og var markahæstur.

Vinna þarf tvo leiki til þess að vinna einvígið og mætast liðin öðru sinni í Digranesi á föstudagskvöld. Sigurliðið mætir KA í umspili um sæti í efstu deild þar sem vinna þarf þrjá leiki til þess að komast upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert