Sebastian og Rakel taka við Stjörnunni

Sebastian Alexandersson,
Sebastian Alexandersson,

Sebastian Alexandersson og Rakel Dögg Bragadóttir sömdu í dag til tveggja ára við handknattleiksdeild Stjörnunannar um að stýra kvennaliði félagsins.

Rakel Dögg hefur leikið með Stjörnunni á tímabilinu og verið í þjálfarateymi félagsins um nokkurt skeið og þekkir því vel til. 

Sebastian stýrði síðast liði í meistaraflokki hjá Selfossi er hann stýrði kvennaliði félagsins til ársins 2017 en var síðast hjá Þrótti Reykjavík þar sem hann aðstoðaði Róbert Sighvatsson og stýrði einnig 2. og 3. flokki félagsins.

Fréttatilkynning Stjörnunnar:

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Stjörnunnar:

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu þjálfara hjá meistaraflokki kvenna.  Gerður hefur verið 2ja ára samningur við Sebastian Alexandersson og Rakel Dögg Bragadóttur

Sebastian hefur verið viðloðandi þjálfun nokkuð lengi og hefur verið að þjálfa á Selfossi í allmörg ár þar sem hann hefur meðal annars tekið þátt í að byggja upp afreksstarf félagsins.

Rakel hefur verið ein besta handknattleikskona landsins undafarin ár. Hún hefur þjálfað yngri landslið jafnframt því sem hún hefur verið í þjálfarateymi Stjörnunnar um þó nokkurt skeið.

Um leið og við bjóðum Sebastian og Rakel velkomin til starfa viljum við þakka Halldóri Harra og Halldóri Ingólfssyni, fráfarandi þjálfurum fyrir þeirra störf hjá Stjörnunni.

Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert