„Þetta er mjög sætt“

Ragnheiður Júlíusdóttir.
Ragnheiður Júlíusdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er mjög sætt,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram, þegar Íslandsmeistaratitillinn í handknattleik var í höfn. Fram vann Val 3:1 samtals í úrslitarimmunni. Var Ragnheiður markahæst með 7 mörk þegar Fram hafði betur 26:22 í Safamýri í kvöld. 

„Ég er ótrúlega ánægð enda geggjað að vera bikarmeistari í fyrsta skipti og tvöfaldur Íslandsmeistari. Ég er mjög ánægð með hvernig liðið mætti í þennan leik og þetta er frábært,“ sagði Ragnheiður en Fram er tvöfaldur meistari eins og hún benti á eftir sigur í bikarkeppninni í vetur. Fram varði Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra en þá var Ragnheiður einnig í liðinu. 

„Ég viðurkenni alveg að sigurinn var aðeins sætari í fyrra vegna þess að þá var þetta einhvern veginn langþráð hjá mér. En maður er alltaf jafnánægður en það vita það allir að öðruvísi er að vinna í fyrsta skipti,“ sagði Ragnheiður þegar mbl.is tók hana tali í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert