Selfoss nálgast úrslitaeinvígið

Einar Sverrisson skýtur að marki FH-inga á Selfossi í dag.
Einar Sverrisson skýtur að marki FH-inga á Selfossi í dag. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfyssingar leiða 2:1 í einvíginu gegn FH í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Selfoss sigraði 31:29 í þriðja leik liðanna sem fram fór á Selfossi í kvöld.

Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og náðu mest sex marka forskoti 12:6. Þá skoruðu FH-ingar þrjú mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Staðan var 15:12 í hálfleik.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og náðu að jafna, 20:20, þegar þrettán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þeir komust hins vegar aldrei yfir í leiknum og Selfyssingar voru skrefi á undan á lokakaflanum.

Einar Sverrisson skoraði 11/2 mörk fyrir Selfoss og Haukur Þrastarson kom næstur með 6. Sölvi Ólafsson varði 16/1 skot í marki Selfoss. Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson markahæstur með 8/2 mörk og Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7. Ágúst Elí Björgvinsson varði 17 skot.

Selfoss 31:29 FH opna loka
60. mín. FH tekur leikhlé
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert