Guðjón og Alexander misstu toppsætið

Sjö mörk Guðjóns Vals Sigurðssonar dugðu ekki til.
Sjö mörk Guðjóns Vals Sigurðssonar dugðu ekki til. Ljósmynd/Uros Hocevar

Rhein Neckar-Löwen tapaði óvænt fyrir Melsungen á heimavelli sínum í þýsku A-deildinni í handbolta í dag, 24:23. Melsungen er um miðja deild á meðan Löwen var í toppsæti deildarinnar fyrir leikinn.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Löwen í leiknum og Alexander Peterson bætti við fjórum. Flensburg nýtti sér tap Löwen og vann 24:23-sigur á Minden á heimavelli. Flensburg er nú með 52 stig, einu stigi meira en Löwen þegar tvær umferðir eru eftir. 

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin eru einnig í toppbaráttunni, stigi á eftir Flensburg. Füchse vann 26:20-sigur á Lübbecke á heimavelli og skoraði Bjarki þrjú mörk.

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Erlangen til 31:29-heimasigurs á Magdeburg. Erlangen er í 12. sæti deildarinnar með 25 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert