Bjarki og félagar úr titilbaráttunni

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Ljósmynd/Uros Hocevar

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin eru úr leik í titilbaráttunni í þýsku A-deildinni í handbolta eftir 31:24-tap fyrir Melsungen á útivelli í dag. Bjarki skoraði þrjú mörk í leiknum en Füchse er nú þremur stigum á eftir toppliði Flensburg þegar aðeins einn leikur er eftir.

Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Hüttenberg sem tapaði fyrir Gummerbach á heimavelli, 23:22. Hüttenberg er stigi frá öruggu sæti í deildinni og þarf því að vinna síðasta leikinn sinn til að geta haldið sæti sínu í deild þeirra bestu.

Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Hannover-Burgdorf sem vann Leipzig, 30:26. Hannover er í 6. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert