Allir þurfa að taka næsta skref

Lovísa Thompson stóð sig vel í leiknum gegn Dönum.
Lovísa Thompson stóð sig vel í leiknum gegn Dönum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lauk leik í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi síðar á árinu með aðeins eitt stig úr sex leikjum.

Það varð ljóst eftir 24:17-tap fyrir Dönum í síðasta leik í Horsens á laugardaginn var. Danir enduðu með fullt hús stiga og tryggðu sér sæti í lokakeppninni sem hefst í lok nóvember.

„Við vorum að koma okkur í færi, fá vítaköst og brottvísanir á þær. Þetta snýst um að hafa trú á þessu. Í vörninni spiluðum við gríðarlega vel nánast allan leikinn, það var aðallega í byrjun sem það var erfitt,“ sagði Axel Stefánsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið eftir leik. Hann hélt svo áfram að hrósa varnarleiknum sem á köflum var virkilega góður. „Ester var frábær fyrir framan og svo Arna og Steinunn flottar fyrir aftan. Bakverðirnir okkar komast réttum megin á línumennina og þegar þetta allt fellur er ekki auðvelt að leysa það. Það er mjög gott að halda frábæru liði Dana í 24 mörkum, sérstaklega því þær skoruðu mikið í byrjun.

Íslenska liðið minnkaði muninn um miðbik hálfleiksins í tvö mörk, en þá tóku Danir aftur völd á leiknum og sigldu öruggum sigri í hús. „Við komum þessu niður í tvö mörk en það vantaði smá klókindi og trú á að við gætum farið með þetta alla leið, þá missum við þetta niður. Að tapa með sjö mörkum var mikið. Á þeim kafla var gaman að sjá unga leikmenn eins og Lovísu Thompson fara illa með leikmenn sem voru að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir hálfum mánuði.

Sjá allt viðtalið við Axel í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert