Ekkert er sjálfgefið um þessar mundir

Þjálfarateymi landsliðsins. Gunnar Magnússon, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Tomas Svensson.
Þjálfarateymi landsliðsins. Gunnar Magnússon, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Tomas Svensson. Árni Sæberg

„Liðið okkar stendur á tímamótum um þessar mundir og hver leikur sem það fer í gegnum við þau kynslóðaskipti sem nú standa yfir er erfiður,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í gær þegar hann valdi þá 16 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram gegn Litháum í Vilnius á morgun.

Um er að ræða fyrri viðureign Íslands og Litháens í undankeppni HM. Síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöll eftir viku og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja hvor þjóðin sendir landslið sitt á HM sem fram fer í Danmörku og í Þýskalandi í janúar nk.

Athygli vekur að Ólafur Gústafsson er í landsliðinu eftir fimm ára fjarveru. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og leikstjórnendurnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru úr leik vegna meiðsla. Hinn ungi leikstjórnandi frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson, er hins vegar í hópnum.

„Veruleiki okkar er þannig í dag að það er enginn sigur sjálfgefinn meðan við erum að byggja upp nýtt lið,“ sagði Guðmundur enn fremur í samtali við Morgunblaðið um leið og hann undirstrikaði að ljóst væri að hann sækti talsvert í reynsluna á kostnað yngri leikmanna til að fara í gegnum það verkefni sem leikirnir við Litháen væru en mikilvægt væri að öðlast keppnisrétt á HM.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert