Lífseigur í starfi og sagður líkjast Wenger

Patrice Canayer.
Patrice Canayer. AFP

Hann hefur of verið kallaður Arsene Wenger handboltans. Ekki aðeins kemur það til sökum þess að hann hefur verið lengi í starfi hjá sama félaginu og er þar á ofan franskur eins og Wenger.

Heldur mikið frekar hitt að einhverra hluta vegna hefur hann tamið sér lík vinnubrögð og landi hans og knattspyrnuprófessorinn Arsene Wenger. Um er að ræða Patrice Canayer, þjálfara nýkrýndra Evrópumeistara í handknattleik karla, Montpellier.

Canayer er bókstaflega með nefið ofan í hvers manns koppi hjá Montpellier og hefur verið frá fyrsta degi. Ekkert sem gerist hjá handboltaliði félagsins fer framhjá honum. Hann krækir í nýja leikmenn og semur við þá og þykir frekar sparsamur en hitt þegar kemur að þeim þætti, líkt og Wenger. Canayer vill fremur lokka til sín yngri leikmenn en þá eldri og reyndari. Á sama tíma sér hann um allt sem kemur að akademíu félagsins og þjálfun yngri handknattleiksmanna. Canayer er bókstakstaflega allt í öllu hjá Montpellier og þótt hann gæti fyrir löngu rifað örlítið seglin og hleypt ábyrgðinni yfir á fleiri herðar þá kærir hann sig ekkert um það.

Enda hefur starf hans getið af sér marga af bestu handknattleiksmönnum Frakklands og þar kemur einn ein samlíkingin við margnefndan Wenger. Má m.a. nefnda Karabatic bræðurna Nikola og Luka, Didier Dinart, Jerome Fernandes, Michael Guiogou, Thierry Omeyer, Gregory Anquetil, Mathieu Grebilla og Samuel Honrubia. Allt er þetta leikmenn sem hafa sett sterkan svip á franskan handknattleik alla þessa öld.

Canayer þykir einnig útsjónarsamur að öngla í efnilega unga leikmenn og meðal þeirra nýjustu á þeim lista er Melvyn Richardson sem sló svo sannarlega í gegn á nýliðnu keppnistímabili með Montpellier. Sonur goðsagnarinnar Jackson Richardson sem lengi var meðal bestu handknattleiksmanna heims og m.a. prímusmótor franska landsliðsins þegar það fagnaði sínu fyrstu heimsmeistaratitli á fjölum Laugardalsvallar vorið 1995.

Sjá alla umfjöllina um Canayer í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert