Turda eltir íslensku liðin

Frá viðureign ÍBV og Turda í vetur.
Frá viðureign ÍBV og Turda í vetur. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þrjú íslensk félagslið taka þátt í EHF-keppninni í handknattleik á næstu leiktíð.

Handknattleikssamband Evrópu hefur staðfest að Íslandsmeistarar ÍBV, FH og Selfoss fá allir sæti í keppninni en Ísland átti strangt til tekið aðeins tvö sæti í keppninni en í ljósi góðs árangurs á undanförnum árum var hliðrað til að þessu sinni.

Fjórða íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópukeppninni á næsta keppnistímabili verður kvennaliðs Vals sem tekur sæti í Áskorendakeppninni. Ekkert íslenskt karlalið verður með í Áskorendakeppninni á næstu leiktíð en Valur og ÍBV hafa undanfarin tvö ár komist í undanúrslit.

Dregið verður í fyrstu umferð Evrópumóta félagsliða á þriðjudaginn.

ÍBV kemur inn í aðra umferð í EHF-keppninni ásamt 15 öðrum félagsliðum sem sitja yfir í fyrstu umferðinni. Selfoss og FH hefja hinsvegar keppni strax í fyrstu umferð sem ráðgert er að fari fram tvær fyrstu helgarnar í september.

Selfoss í efri, FH í neðri

Selfoss verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður en FH í þeim neðri. Ekki er þar með lokum fyrir það skotið að liðin dragist saman. Meðal mögulegra andstæðinga Selfoss-liðsins eru m.a. Alingsås frá Svíþjóð, RD koper frá Slóveníu, West Wien frá Austurríki sem Hannes Jón Jónsson þjálfar og þrír íslenskir handknattleiksmenn leika með, Guðmundur Hólmar Helgason, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Viggó Kristjánsson. Einnig er að finna á listanum yfir mögulega andstæðinga Selfoss úr neðri styrkleikaflokknum „Íslandsvinina“ í Potaissa Turda frá Rúmeníu. Forráðamenn þess ágæta liðs hafa ákveðið að veðja á EHF-keppnina þetta árið eftir sigur Áskorendakeppni Evrópu í vor. Turda-liðið sló ÍBV úr keppni í vor og Val áður eftir umdeilda síðari viðureign liðanna.

Komist Potaissa Turda áfram í aðra umferð gæti liðið hugsanlega dregist gegn ÍBV í annarri umferð því ljóst er að ÍBV verður í efri styrkleikaflokknum þegar dregið verður til annarrar umferð en Turda verður áfram í neðri styrkleikaflokki fari svo að liðið komist áfram í aðra umferð.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert