Ísland komið áfram

Birgir Már Birgisson (t.v.) reyndist hetjan í dag er hann …
Birgir Már Birgisson (t.v.) reyndist hetjan í dag er hann jafnaði gegn Þjóðverjum í blálokin. Sveinn Andri Sveins­son (t.h.) er liðsfélagi hans í U20 landsliðinu. mbl.is/Hari

Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri er komið áfram í milliriðil á Evrópumótinu í Slóveníu. Þetta varð ljóst er Rúmeníu mistókst að leggja Svíþjóð að velli rétt í þessu.

Íslensku strákarnir náðu að kreista fram ótrúlegt jafn­tefli við Þýska­land, 25:25, með marki á síðustu sek­úndu leiks­ins fyrr í dag og með því héldu þeir í vonina um að komast áfram. Til þess þurfti Svíþjóð að vinna Rúmeníu og vinir okkar í Skandinavíu gerðu nákvæmlega það með níu marka sigri, 40:31.

Ísland endar þar með í öðru sæti riðilsins með þrjú stig en Þjóðverjar eru efstir með fjögur. Strákarnir taka eitt stig með sér í milliriðilinn (sem vannst gegn Þjóðverjum) og mæta þar Slóveníu og Serbíu. Efstu tvö lið riðilsins fara svo í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert