Er síður en svo að hætta

Ásbjörn Friðriksson
Ásbjörn Friðriksson Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

„Ég held áfram að leika með liðinu. Á því verður engin breyting,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, handknattleiksmaður hjá FH, við Morgunblaðið í gær, eftir að tilkynnt var að hann hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokksliðs FH. Ásbjörn hefur um árabil leikið með FH og verið fyrirliði.

„Skórnir eru alls ekki á leið á hilluna,“ bætti Ásbjörn við, en hann mun starfa við hlið móðurbróður síns, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem þjálfað hefur FH-liðið um árabil við góðan orðstír. M.a. hefur FH leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö keppnistímabil en mátt gera sér silfurverðlaunin að góðu. Ásbjörn tekur við starfi aðstoðarþjálfara af Árna Stefáni Guðjónssyni.

„Ási hefur alltaf haft sterka rödd innan leikmannahóps FH og með ráðningu þessari er ljóst að hún verður enn sterkari,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, m.a. í tilkynningu sem deildin sendi frá sér. Í henni er Árna Stefáni þakkað kærlega fyrir samstarfið og óeigingjarnt starf fyrir liðið. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert