Haukar og Selfoss byrja á sigri

Atli Már Báruson fór mikinn í liði Hauka í dag …
Atli Már Báruson fór mikinn í liði Hauka í dag og skoraði 9 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafnarfjarðarmótið í handknattleik karla hófst í dag á Ásvöllum með leik Hauka og Vals en mótið er haldið í 150 ára minningu séra Friðriks Friðrikssonar. Haukar unnu 35:31-sigur á Val þar sem Atli Már Bárusson var atkvæðamestur í liði Hauka með 9 mörk. Þá skoraði Heimir Óli Heimisson 7 mörk og Daníel Þór Ingason skoraði 5 mörk. Hjá Valsmönnum var Agnar Smári Jónsson atkvæðamestur með 7 mörk, Magnús Óli Magnússon skoraði 6 mörk og Róbert Aron Hosert og Úlfar Þórðarsson 5 mörk hvor. 

Í síðari leik dagsins mættust Selfoss og FH þar sem Selfyssingar fóru með sigur af hólmi, 29:28, í hörkuleik. Guðni Ingvarsson var atkvæðamestur í liði Selfyssinga með 8 mörk og þeir Hergeir Grímsson og Sverrir Pálsson skoruðu 5 mörk hvor. Hjá FH skoraði Ásbjörn Friðriksson manna mest eða 9 mörk, Einar Rafn Eiðsson skoraði 8 og Birgir Már Birgisson skoraði 4 mörk.

Næstu leikir í Hafnarfjarðarmótinu fara fram á fimmtudaginn næsta en mótinu lýkur laugardaginn 25. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert