Fylkir og Afturelding með fullt hús stiga

Ólöf Ásta Arnþórsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fjölni í kvöld …
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fjölni í kvöld er liðið tapaði fyrir Gróttu, 26:23. mbl.is/Árni Sæberg

Hrafnhildur Irma Jónsdóttir fór mikinn þegar Fylkir vann afar öruggan sigur á Stjörnunni U í 1. deild kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, í Árbænum í kvöld. Hrafnhildur skoraði 10 mörk en leiknum lauk með 32:15-sigri Fylkis. Dagbjört Rut Friðfinnsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar U með 4 mörk.

Guðrún Þorláksdóttir var atkvæðamest í liði Gróttu með sjö mörk þegar liðið vann 26:23-sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum. Ólöf Ásta Arnþórsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Grafarvogsliðið. Afturelding burstaði Víking Reykjavík í Mosfellsbænum, 26:10. Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Aftureldingu.

Þá skoraði Fanney Þóra Þórsdóttir 6 mörk þegar FH vann 22:19-sigur gegn Fram U í Safamýrinni. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í liði Fram með 7 mörk.

Afturelding og Fylkir eru með fullt hús stiga eða 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, Fram U, Valur U, HK U, FH, ÍR og Grótta eru með 2 stig og Fjölnir, Stjarnan U og Víkingur Reykjavík eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert