Toppsætið í húfi hjá Selfossi og Aftureldingu

Haukur Þrastarson og félagar hans í liði Selfoss taka á …
Haukur Þrastarson og félagar hans í liði Selfoss taka á móti Aftureldingu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum en mótið hefur farið vel af stað að flestra mati.

Selfoss tekur á móti Aftureldingu og sigurliðið kemst í toppsæti deildarinnar. Selfoss og Afturelding hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína og eru til alls líkleg á leiktíðinni. FH komst í toppsæti deildarinnar í gær en Hafnarfjarðarliðið er með 5 stig eftir sigurinn gegn Gróttu.

Í Garðabænum fær Stjarnan lið Vals í heimsókn þar sem Garðbæingar freista þess að fá sín fyrstu stig. Stjarnan hefur tapað báðum leikjum sínum en Valsmenn hafa þrjú stig eftir tvo fyrstu leiki sína.

Flautað verður til leiks í báðum leikjum kvöldsins klukkan 19.30 og verður fylgst með þeim í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert