Ómar Ingi slær í gegn

Ómar Ingi Magnússon og Aron Kristjánsson.
Ómar Ingi Magnússon og Aron Kristjánsson. Ljósmynd/aalborghaandbold.dk

Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í fyrstu leikjum keppnistímabilsins með Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni.

Ómar Ingi er sagður eiga einn stærsta þáttinn í að Álaborgarliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni.

Hann hefur skorað 25 mörk og átt 21 stoðsendingu sem hefur leitt til marks. Meðal annars átti Ómar Ingi stórleik gegn meisturum Skjern í síðustu viku þar sem hann skoraði átta mörk og var með níu stoðsendingar.

Ekki þarf að undra að forráðamenn Álaborgarliðsins telja sig hafa dottið í lukkupottinn að hafa klófest Selfyssinginn. Eiga þeir það vafalaust Aroni Kristjánssyni, fyrrverandi þjálfara liðsins, að þakka.

Ómar Ingi kom til Aalborg Håndbold í sumar eftir að hafa leikið í tvö ár með Århus Håndbold við góðan orðstír.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert