Vilja fjölga þjóðum á HM í handbolta

Guðjón Valur Sigurðsson verður væntanlega í eldlínunni á HM í …
Guðjón Valur Sigurðsson verður væntanlega í eldlínunni á HM í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Uros Hocevar

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ætlar að fjölga þjóðum sem taka þátt á heimsmeistaramóti karla í handbolta úr 24 yfir í 32. Þetta kemur fram í tímaritinu Handball Week. 

Sambandið mun funda um málið í Katar frá 16.-19. október. HM fer næst fram í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári og bítast 24 þjóðir um heimsmeistaratitilinn. Árið eftir fer EM fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi. 24 þjóðir taka þátt í mótinu í stað 16, eins og áður var. 

„Það er skiljanlegt að hafa 32 þjóðir á HM ef það eru 24 þjóðir á EM,“ sagði Michael Wiederer, forseti EHF, við Handball Week. „Þetta gefur minni þjóðum möguleika á bæta sig. Vonandi verðum við með 32 þjóðir á HM í Egyptalandi 2021,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert