Ég hef nýst liðinu þokkalega fram til þessa

Ómar Ingi Magnússon hefur farið vel af stað
Ómar Ingi Magnússon hefur farið vel af stað mbl.is/Kristinn Magnusson

„Mér hefur gengið þokkalega,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, hæversklega þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið. Ómar Ingi hefur farið á kostum fram til þessa á leiktíðinni með toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar, Aalborg Håndbold. Hann er í hópi tíu markahæstu manna deildarinnar með 35 mörk í sjö leikjum auk þess að vera í öðru sæti á lista yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar, alls 27.

„Ég hef svo sem enga aðra skýringu en þá að ég er hluti af frábæru liði, þjálfarinn er mjög góður og við förum eftir góðu leikskipulagi,“ sagði Ómar Ingi sem kom til Álaborgarliðsins í sumar eftir tveggja ára veru hjá Århus Håndbold.

„Ég hef smollið vel inn í hópinn. Auk þess fæ ég að gera það sem ég er góður í varðandi sóknarleikinn. Ég fæ fullt traust til þess. Þar af leiðandi hef ég nýst liðinu þokkalega fram til þessa,“ sagði Ómar Ingi sem er eins og endranær pollrólegur yfir frammistöðu sinni og liðsins.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert