Allir leikir úrslitaleikir

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals í kvöld …
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals í kvöld með sex mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er mjög ánægð með þennan sigur. Þetta var erfiður leikur gegn mjög öflugu liði Selfyssinga sem hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í upphafi móts,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við mbl.is eftir 24:19 sigur liðsins gegn Selfossi í 5. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld.

„Varnarleikurinn var að ganga vel fannst mér en við vorum í vandræðum með sóknarleikinn, nánast allan leikinn. Sóknarleikurinn gekk allt of hægt og það vantaði ákveðna áræðni í okkur og hugrekki til þess að keyra betur á vörnina hjá þeim. Við gerðum það hins vegar á síðustu tíu mínútum leiksins og það skilaði þessum sigri í hús.“

Valsliðið hefur farið vel af stað í Olísdeildinni í vetur og er í öðru sæti deildarinnar með 7 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.

„Við tökum einn leik fyrir einu en það má ekki gleymast að þessi deild er orðin mjög jöfn og allir leikir í deildinni eru hálfgerðir úrslitaleikir,“ sagði Anna Úrsúla í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert