Íslendingarnir atkvæðamiklir í hörkuleik

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur fyrir Aalaborg sem tekur nauma …
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur fyrir Aalaborg sem tekur nauma forystu til Þýskalands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon léku báðir vel fyrir danska liðið Aalborg sem vann 31:29-sigur á Bjarka Má Elíssyni og félögum í Füchse Berlín í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð EHF-bikarsins í handknattleik.

Leikurinn var lengst af í járnum og var staðan jöfn í hálfleik, 13:13. Eftir hlé náðu heimamenn forystunni snemma gegn þýska liðinu og voru mest fjórum mörkum yfir. Ómar Ingi skoraði fjögur mörk og Janus gerði tvö en Bjarki Már átti einnig fínan leik fyrir Berlínarrefina, skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur.

Liðin mætast aftur í Þýskalandi um næstu helgi eða 25. nóvember og tekur Aalaborg nauma forystu með sér þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert