Leik ÍBV og KA frestað vegna veðurs

Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður íBV.
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður íBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Vegna veðurs og ófærðar til og frá Vestmannaeyja hefur Handknattleikssamband Íslands ákveðið að fresta viðureign ÍBV og KA í Olísdeild karla sem fara átti fram á morgun. Leikurinn verður þess í stað leikinn á þriðjudaginn.

Ólíklegt er að Herjólfur sigli milli lands og Eyja í dag vegna veðurs og komust því félögin og HSÍ að þessari niðurstöðu. Liðin eru í 6. og 7. sæti deildarinnar og jöfn að stigum og stefnir því í hörkuviðureign á þriðjudaginn en leikurinn hefst klukkan 18:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert