Sparar ekki hrósið í garð Arons

Aron með viðurkenningu sína eftir leikinn gegn Vardar.
Aron með viðurkenningu sína eftir leikinn gegn Vardar. Ljósmynd/twitter-síða Barcelona

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur fengið gríðarlegt lof fyrir frammistöðu sína þegar Barcelona vann Vardar í Meistaradeild Evrópu um helgina.

Aron skoraði tvö mörk í leiknum, sem tilnefnt var sem eitt besta mark umferðarinnar, en mataði liðsfélaga sína af færum. Tom O‘Brannagain, sérfræðingur Evrópska handknattleikssambandsins um Meistaradeildina, lýsti leiknum fyrir EHF TV og sparaði ekki hrósið í garð Arons.

„Ég held ég hafi nú séð eina bestu frammistöðu leikstjórnanda hjá Aroni Pálmarssyni. Svalur, yfirvegaður og banvænn,“ skrifar Tom á Twitter eftir leik og birti svo mynd af sér spjalla við Aron sem mann leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert