Þetta er alls ekki búið

Einar Sverrisson í baráttu við FH-inginn Arnar Frey Ársælsson.
Einar Sverrisson í baráttu við FH-inginn Arnar Frey Ársælsson. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Selfoss er í erfiðri stöðu í EHF-bikar karla í handbolta eftir 33:26-tap fyrir pólska liðinu Azoty Pulawy á útivelli í fyrri leik liðanna í 3. umferðinni á laugardag.

Staðan í hálfleik var 16:14, en pólska liðið byrjaði miklum mun betur og komst í 6:1. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu hins vegar fimm fyrstu mörkin í síðari hálfleik og voru Selfyssingar ekki líklegir til að jafna eftir það. Sigurliðið úr einvíginu fer áfram í riðlakeppnina og hefur Selfoss verk að vinna næsta laugardag er þau mætast í síðari leiknum á Selfossi. Einar Sverrisson, sem var markahæstur Selfyssinga í leiknum með átta mörk, segir að slæmi kaflinn í upphafi hvors hálfleiks um sig hafi farið illa með Selfoss.

„Fyrstu tíu mínúturnar í fyrri og fyrstu fimm í seinni voru frekar slakar. Það gaf þeim smáforskot, sem við síðan unnum til baka í fyrri hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleikinn svo aftur illa og náðum þessu ekki aftur niður. Þetta eru bara sjö mörk og alls ekki búið,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans voru Selfyssingar ekki nægilega skynsamir í sóknarleiknum.

„Við vorum að velja svolítið vitlaust hvernig við kláruðum sóknirnar og þetta voru mestallt hraðaupphlaup sem við fengum í bakið. Við þurfum að vera skynsamari og velja færin betur og ekki gefa þeim auðveld mörk því við stóðum vörnina ágætlega. Við náðum að búa til góð færi þegar við létum boltann fljóta og spila góðan handbolta. Við verðum að halda því áfram og ekki taka þessa fyrstu sénsa í hverri sókn.“

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert