Patrekur næsti þjálfari dönsku meistaranna?

Patrekur Jóhannesson hefur náð góðum árangri með lið Selfyssinga.
Patrekur Jóhannesson hefur náð góðum árangri með lið Selfyssinga. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Patrekur Jóhannesson, handknattleiksþjálfari karlaliðs Selfoss og austurríska landsliðsins, var í dag í heimsókn hjá danska meistaraliðinu Skjern og gæti orðið næsti þjálfari liðsins.

Þetta herma heimildir TV 2 í Danmörku. Ole Nørgaard og Henrik Kronborg eru núverandi þjálfarar Skjern en þeir hafa ákveðið að hætta næsta sumar og gæti Patrekur tekið við af þeim.

Samkvæmt TV 2 er Skjern hins vegar einnig að skoða fleiri valkosti. Eftir að hafa orðið danskur meistari síðasta vor er Skjern nú í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Skjern en það eru landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert