Úrvalsliðin í fyrri hlutanum - Ásbjörn og Íris best

Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, og Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals.
Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, og Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals. mbl.is/Árni Sæberg/Kristinn Magnússon

Úrvalsliðin í fyrri hluta Olís-deildar karla og kvenna í handknattleik voru kunngjörð í kvöld, auk þess sem útnefndir voru bestu leikmenn, þjálfarar, varnarmenn og ungu leikmenn í deildum beggja kynja eftir fyrri hluta tímabilsins.

Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH, var útnefndur besti leikmaður fyrri hluta Olís-deildar karla á tímabilinu. Þjálfari hans og kollegi í þjálfarateymi FH, Halldór Jóhann Sigfússon, var valinn besti þjálfarinn. Hafþór Vignisson frá Akureyri handboltafélagi var útnefndur besti ungi leikmaðurinn og Alexander Örn Júlíusson úr Val besti varnarmaðurinn.

Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var útnefnd besti leikmaður fyrri hluta Olís-deildar kvenna á tímabilinu. Liðsfélagi hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var útnefnd besti varnarmaðurinn en Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, besti þjálfarinn. Þá var besti ungi leikmaðurinn valin Berglind Þorsteinsdóttir úr HK.

Úrvalsliðin eftir fyrri hluta tímabilsins í Olís-deildum karla og kvenna má sjá hér að neðan, en það er HSÍ sem stendur að valinu í samstarfi við Olís.

Lið fyrri hluta í Olís-deild karla

Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, Valur
Vinstra horn: Dagur Gautason, KA
Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan
Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH
Línumaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar

Besti leikmaður: Ásbjörn Friðriksson, FH
Besti þjálfari: Halldór Jóhann Sigfússon, FH
Besti ungi leikmaðurinn: Hafþór Vignisson, Akureyri handboltafélag
Besti varnarmaður: Alexander Örn Júlíusson, Valur

Lið fyrri hluta í Olís-deild kvenna:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Vinstra horn: Turið Arge Samuelsen, Haukar
Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram               

Besti leikmaður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Besti þjálfari: Hrafnhildur Skúladóttir, ÍBV
Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur
Besti ungi leikmaðurinn: Berglind Þorsteinsdóttir, HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert