Geir góður en fallbaráttan harðnar

Geir Guðmundsson í leik með Cesson-Rennes.
Geir Guðmundsson í leik með Cesson-Rennes. Ljósmynd/Cesson-handball.com

Geir Guðmundsson átti fínan leik fyrir Cesson-Rennes er liðið mátti þola 26:32-tap á útivelli fyrir Tremblay í efstu deild Frakklands í handbolta í kvöld. 

Akureyringurinn var markahæstur í sínu liði með fjögur mörk, eins og Noah Gaudin. Það dugði hins vegar skammt, þar sem Tremblay var með forystuna nánast frá byrjun. 

Geir og félagar eru í mikilli fallbaráttu. Liðið er með átta stig eftir 18 leiki og í 12. sæti af 14 liðum. Tvö neðstu liðin falla og er Cesson-Rennes með jafnmörg stig og Istres sem er í fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert