Teitur heitur á fyrsta ári í Kristianstad

Teitur Örn Einarsson á HM í janúar.
Teitur Örn Einarsson á HM í janúar. AFP

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson hefur gert það gott með sænska meistaraliðinu Kristianstad á sínu fyrsta tímabili með því en deildarkeppninni lauk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld þar sem Kristianstad stóð uppi sem öruggur sigurvegari.

Vinstrihandar stórskyttan frá Selfossi endaði sem markahæsti leikmaður Kristianstad í deildarkeppninni en hann skoraði 113 mörk í leikjunum 31 sem hann spilaði og gaf 33 stoðsendingar.

Völdu að mæta Redbergslid

Á föstudaginn hefst úrslitakeppnin og þar mætir Kristianstad liði Redbergslid í 1. umferðinni. Kristianstad gat valið um að mæta Redbergslið eða Sävehof, liðunum sem höfnuðu í 7. og 8. sætinu. Ljubomir Vranjes, þjálfari liðsins, lagði það upp í hendurnar á leikmönnum sínum að velja á milli mótherjanna og þeir völdu Redbergslid.

„Við tryggðum okkur deildarmeistaratitilinn fyrir þónokkru og mér skilst að þetta sé þriðji besti deildarárangur sem Kristianstad hefur náð,“ sagði Teitur Örn í samtali við Morgunblaðið en hann er einn þriggja íslenskra landsliðsmanna sem leika með liðinu. Hinir tveir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson, sem gengur í raðir danska liðsins GOG í sumar.

„Vranjes hafði ekki mikla skoðun á því hverjum við ættum að mæta og því ákvað hann að leyfa okkur að velja mótherjana. Hann sagði við okkur að við myndum hvort sem er vinna það lið sem við myndum velja,“ sagði Teitur.

Nánar er rætt við Teit í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert