Viggó gengur í raðir Leipzig í sumar

Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

Handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson hefur samið við þýska 1. deildarliðið Leipzig og mun ganga í raðir félagsins í sumar.

Viggó er nú á sínu öðru keppn­is­tíma­bili með aust­ur­ríska liðinu West Wien, en Morgunblaðið greindi frá því um helgina að Viggó væri á leið til Þýskalands. Þá lá ekki fyrir hvaða félag væri búið að klófesta hann.

West Wien greinir hins vegar frá því á heimasíðu sinni í dag að um sé að ræða lið Leipzig. Það er nú í 15. sæti af 18 liðum í deildinni, átta stigum frá fallsvæðinu.

„Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í þýsku Bundesligunni. Nú tel ég rétta tímapunktinn til þess að taka næsta skref á ferlinum. Ég á samt margt eftir ógert á tímabilinu með West Wien og öll mín einbeiting er á því að komast í úrslitin,“ segir Viggó á heimasíðu West Wien.

Viggó er marka­hæsti maður efri hluta keppni aust­ur­rísku deild­ar­inn­ar en deild­ar­keppn­in í Aust­ur­ríki er leik­in í þrem­ur hlut­um yfir leiktíðina. Nú stend­ur yfir ann­ar hluti keppn­inn­ar. Í öðrum hluta hef­ur Viggó skorað 47 mörk í sjö leikj­um en var með 99 mörk í 18 leikj­um í fyrsta hlut­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert