Aðeins einn þjálfaranna er á förum

Bjarni Fritzson verður áfram með ÍR-liðið.
Bjarni Fritzson verður áfram með ÍR-liðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjálfarar þriggja liða sem þegar eru úr leik í úrslitakeppninni halda ekki allir áfram að vinna fyrir lið sín að loknu keppnistímabilinu.

Fyrir nokkru var ljóst að Halldór Jóhann Sigfússon stýrði FH-liðinu í síðasta sinn í úrslitakeppninni. Hann hefur ráðið sig til handknattleikssambands Barein. Í mars var tilkynnt að Sigursteinn Arndal tæki við þjálfun FH-liðsins af Halldóri Jóhanni eftir fimm ára starf.

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við félagið. Hann stýrir ÍR-liðinu næsta árið, hið minnsta.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar síðustu fimm ár, er með samning við Aftureldingu út keppnistímabilið 2020. Ekki liggur annað fyrir en að við samninginn verði staðið af beggja hálfu.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert