Alexander spilar ekki meira á tímabilinu

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. dkb-handball-bundesliga.de/de/

Alexander Petersson leikur ekki meira með þýska handknattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu.

Alexander varð fyrir meiðslum í hásin í upphitun fyrir leikinn gegn Flensburg um síðustu helgi og nú er ljóst að hann spilar ekki meira með á leiktíðinni.

Sjö umferðir eru eftir af þýsku Bundesligunni er Rhein-Neckar Löwen í fjórða sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Magdeburg sem er í 3. sætinu.

Alexander hefur spilað með Löwen frá árinu 2012. Hann varð þýskur meistari með liðinu 2016 og 2017 og bikarmeistari með því í fyrra. Hann er samningsbundinn liðinu til ársins 2021 en Guðjón Valur Sigurðsson yfirgefur liðið í sumar og gengur í raðir franska meistaraliðsins Paris SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert