Handknattleikskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem leikið hefur á annað hundrað landsleiki fyrir Ísland, er gengin í raðir Vals frá ÍBV. Hún skrifaði undir samning til tveggja ára við Valsliðið sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari á nýafstaðinni leiktíð.
Arna Sif, sem er línumaður, er uppalin hjá HK en lék í atvinnumennsku í Danmörku, Frakkland og Ungverjalandi áður en hún sneri heim til Íslands síðasta sumar og lék með ÍBV í vetur.
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir, sem valin var mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar nú í vor, hefur svo skrifað undir nýjan samning til eins árs við Val. Í tilkynningu Vals segir að gamall draumur Írisar og Örnu Sifjar um að spila saman komi því til með að rætast.