Er búinn að vinna nógu marga titla

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Ljósmynd/Füchse Berlín

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Füchse Berlín máttu sætta sig við tap gen Kiel í úrslitaleik EHF-keppninnar í handknattleik í gær.

„Hamingjuóskir til Alfreðs. Hann er búinn að vinna nógu marga titla og hann hefði alveg getað gefið okkur þennan. Ég er orðinn þreyttur á að tapa fyrir Kiel,“ sagði Bjarki við fréttamenn eftir leikinn en hann var markahæstur hjá Berlínarliðinu með sex mörk. Bjarki mun í sumar ganga í raðir Lemgo sem leikur einnig í þýsku 1. deildinni.

Þetta var 20. titill Alfreðs með Kiel. Hann tók við þjálfun þess árið 2008 en hættir störfum hjá félaginu í sumar. Alfreð á möguleika á að kveðja Kiel með þýska meistaratitlinum en þegar þrjár umferðir eru eftir er Kiel tveimur stigum á eftir Flensborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert