Leó Snær framlengdi við Stjörnuna

Leó Snær Pétursson verður áfram í Garðabænum til ársins 2021.
Leó Snær Pétursson verður áfram í Garðabænum til ársins 2021. mbl.is/Árni Sæberg

Leó Snær Pétursson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Stjörnunnar til ársins 2021 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Leó Snær hefur leikið með Stjörnunni, undanfarin tvö ár, eða frá því hann snéri heim úr atvinnumennsku árið 2017.

Áður en Leó samdi við Stjörnuna árið 2017 lék hann með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni en þar áður spilaði hann með HK hér á landi og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2012.

Leó Snær spilaði 22 leiki með Stjörnunni í vetur þar sem hann skoraði 3,6 mörk að meðaltali í leik en Stjarnan féll úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn deildarmeisturum Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert