Var mjög áhrifamikil stund (myndband)

Alfreð lyftir bikarnum á loft í sigurgleði Kiel
Alfreð lyftir bikarnum á loft í sigurgleði Kiel Ljósmynd/Kiel

„Alfreð, Alfreð, Alfreð“ sungu stuðningsmenn Kiel eftir sigur liðsins gegn Füchse Berlín 26:22 í úrslitaleik EHF-keppninnar í handknattleik sem fram fór í Sparkassen-höllinni í Kiel á laugardagskvöldið. Þetta var 20. titillinn sem Alfreð vinnur með Kiel frá því hann tók við þjálfun liðsins árið 2008 en þessi mikli meistari lætur af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Alfreð á möguleika á að kveðja með þýska meistaratitlinum en þegar tvær umferðir eru eftir er Kiel tveimur stigum á eftir Flensburg.

„Viðbrögð áhorfenda voru eins og kveðjugjöf til mín og minna starfa. Þetta var mjög áhrifamikil stund,“ sagði Alfreð við fréttamenn eftir leikinn.

Þetta er í annað sinn sem Kiel vinnur EHF-keppnina undir stjórn Alfreðs en liðið vann hana einnig árið 2009. Kiel hefur unnið þýska meistaratitilinn sex sinnum með Alfreð í brúnni, þýsku bikarkeppnina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu í tvígang. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla en Bjarki Már Elísson lék allan tímann með liði Füchse Berlín og var markahæstur í þeirra liði með sex mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert