Finnur Ingi snýr aftur og Vignir með nýjan samning

Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson ætla að spila með …
Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson ætla að spila með Val næstu tvö árin. Ljósmynd/@Valur.Handbolti

Handknattleiksdeild Vals er að vinna í sínum leikmannamálum nú þegar félagið hefur lokið keppni á Íslandsmótinu.

Í dag greindi félagið frá því að Finnur Ingi Stefánsson væri snúinn aftur á Hlíðarenda en hann kemur til Vals frá Aftureldingu. Þessi öflugi, örvhenti leikmaður skrifaði undir samning til næstu tveggja ára við Val en hann var einnig hjá félaginu á árunum 2010-2015. Afturelding samdi á dögunum við nýjan, örvhentan leikmann þegar félagið fékk Guðmund Árna Ólafsson.

Vinstri hornamaðurinn Vignir Stefánsson hefur sömuleiðis skrifað undir samning við Val sem gildir til ársins 2021 en Vignir, sem er 28 ára gamall, kom til Vals frá ÍBV árið 2012.

Í gær varð ljóst að Snorri Steinn Guðjónsson yrði einn aðalþjálfari Vals á næstu leiktíð en Guðlaugur Arnarsson ákvað að stíga til hliðar vegna anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert