Rut danskur meistari

Rut Jónsdóttir er Danmerkurmeistari 2019.
Rut Jónsdóttir er Danmerkurmeistari 2019.

Rut Jónsdóttir fagnar í kvöld Danmerkurmeistaratitli í handbolta eftir að Esbjerg vann 20:19-sigur á Herning í úrslitaeinvígi liðanna. Eftir því sem næst verður komist er hún fyrst íslenskra handboltakvenna til að verða danskur meistari.

Esbjerg var 1:0 yfir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld og komst í 20:15 þegar sex mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Herning neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt mark þegar enn var rúm mínúta til stefnu, en fleiri urðu mörkin ekki. Rut átti eina stoðsendingu í leiknum og fiskaði eitt vítakast.

Þetta er í annað sinn á síðustu fjórum leiktíðum sem Esbjerg verður danskur meistari en liðið fagnaði einnig sigri árið 2016. Rut og félagar hennar urðu í 2. sæti EHF-keppninnar nú í vor og einnig í 2. sæti dönsku deildakeppninnar.

Rut kom til Esbjerg sumarið 2017 en var þá orðin ófrísk og spilaði því ekki með liðinu þá leiktíð. Hún glímdi svo við meiðsli í kjölfarið og spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið því ekki fyrr en á miðri þessari leiktíð.

Rut hefur áður komist í úrslitaeinvígið í Danmörku og unnið til silfurverðlauna, með Team Tvis Holstebro árið 2013 þegar Þórey Rósa Stefánsdóttir lék einnig með liðinu. Þá fögnuðu þær hins vegar sigri í EHF-keppninni.

Rut fagnaði sigrinum með syni sínum, Gústaf Bjarka, sem fæddist …
Rut fagnaði sigrinum með syni sínum, Gústaf Bjarka, sem fæddist snemma á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert