Ákefðin skilar liðum sigri

Atli Már Báruson í baráttu við Elvar Örn Jónsson og …
Atli Már Báruson í baráttu við Elvar Örn Jónsson og Árna Stein Steinþórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef það á tilfinningunni eftir þrjá fyrstu leikina að um leið og menn byrja að verja forskot þá komi það í bakið á þeim. Menn sigri á ákafanum,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik, sem eins og fleiri bíður spenntur eftir fjórða úrslitaleik Selfoss og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem fram fer á heimavelli Selfoss, Hleðsluhöllinni á Selfossi, í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Búist er við troðfullu húsi áhorfenda.

Selfoss hefur tvo vinninga en Haukar einn. Með sigri í kvöld verður Selfoss-liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Takist Haukum að vinna kemur til oddaleiks á heimavelli þeirra, Schenkerhöllinni á Ásvöllum, á föstudagskvöld.

Selfoss hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í handknattleik karla. Haukar eru hinsvegar eitt sigursælasta handknattleikslið sögunnar og hafa ellefu sinnum unnið titilinn, þar af í tíu skipti frá árinu 2000. Síðast urðu Haukar Íslandsmeistarar fyrir þremur árum undir stjórn Gunnars Magnússonar núverandi þjálfara. Árið áður unnu Haukar einnig Íslandsmeistaratitilinn og þá undir stjórn Patreks Jóhannessonar núverandi þjálfara Selfoss. 

Leikirnir þrír hafa verið hnífjafnir. Í öll skiptin hefur gestaliðið farið með sigur af hólmi. Rúnar segir segist ekki sjá fram á annað en viðureignin í kvöld verði keimlík þeim fyrri í rimmunni, þ.e. hnífjöfn.

Hvernig liðin koma í leikinn

„Það var gaman að sjá hvernig síðasti leikur þróaðist. Þá skiptust liðin á að hafa yfirhöndina og greinilegt var að liðið sem lék af meiri ákefð hverju sinni hafði yfirhöndina, bæði framan af leiknum þegar Haukar voru yfir og þegar kom fram undir lokin þegar Haukar ætluðu að verja forskot sitt og ákefðin færðist yfir til Selfoss-liðsins sem sneri viðureigninni sér í hag,“ sagði Rúnar.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert